Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 06. september 2019 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ödegaard: Sýnum Svíum að þeir eru litli bróðir
Mynd: Getty Images
Svíþjóð og Noregur eru í harðri baráttu við Rúmeníu um annað sæti F-riðils í undankeppni EM 2020.

Nágrannarnir mætast í Svíþjóð á sunnudaginn eftir dramatískt 3-3 jafntefli í fyrri leiknum í Noregi. Svíar eru í öðru sæti sem stendur, tveimur stigum fyrir ofan Noreg og þremur fyrir ofan Rúmeníu. Spánn er á toppnum með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Martin Ödegaard, norskur landsliðsmaður og leikmaður Real Madrid, er klár í slaginn. Hann hvetur samherja sína til dáða gegn 'bræðrum' sínum.

„Mér líkar vel við Svíþjóð, ég var mikið þar í sumar og á í góðum samskiptum við Svía. Það breytir því ekki að við ætlum að rústa þeim á vellinum. Það er undir okkur komið að fara þangað og sýna þeim að þeir eru litli bróðir," sagði Ödegaard.

Ödegaard þótti helsta vonarstjarna Evrópu á sínum tíma. Hann er tvítugur og er með byrjunarliðssæti hjá Real Sociedad þar sem hann leikur að láni út tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner