Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Rojo vill fara frá Man Utd í janúar
Marcos Rojo.
Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo segist vilja fara frá Manchester United þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, svo framarlega sem staða hans breytist ekki þangað til.

Rojo er ekki ofarlega á blaði hjá Ole Gunnar Solskjær en hann var nálægt því að fara til Everton á gluggadeginum í síðasta mánuði. Á endanum vildi United hins vegar ekki leyfa honum að fara.

„Ég gat farið til Everton en út af ákvörðunum félagsins og stjórans þá reyndist það ekki mögulegt," sagði Rojo.

„Núna þarf ég að berjast þar til í desember og ef það gengur ekki þá mun ég reyna að fara."

„Undankeppni HM og Copa America eru framundan og ég vil taka þátt í því. Ég vil ekki vera aftur utan hóps. Ég vil skoða alla möguleika til að ná að keppa þar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner