Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Fyrsti sigur Hvítrússa kominn í hús
Kasakstan vann Skotland 3-0 á heimavelli í fyrstu umferð. Vonir liðsins um að komast á EM eru þó ekki sérlega miklar.
Kasakstan vann Skotland 3-0 á heimavelli í fyrstu umferð. Vonir liðsins um að komast á EM eru þó ekki sérlega miklar.
Mynd: Getty Images
Skavysh gerði sigurmark Hvítrússa. Hann er samherji Willums Þórs Willumssonar hjá BATE Borisov.
Skavysh gerði sigurmark Hvítrússa. Hann er samherji Willums Þórs Willumssonar hjá BATE Borisov.
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020 var að ljúka og eru sjö leikir sem eiga eftir að fara fram.

Kýpur gerði 1-1 jafntefli við Kasakstan í I-riðli eftir jafnan leik. Liðin mættust í Kýpur og komust gestirnir yfir eftir aðeins tvær mínútur með marki frá Aleksey Shchetkin.

Pieros Sotiriou jafnaði fyrir Kýpur undir lok fyrri hálfleiks og tókst hvorugu liði að koma knettinum í netið í síðari hálfleik.

Kasakar eru með sjö stig eftir fimm umferðir, tveimur stigum eftir Rússlandi sem á leik til góða gegn Skotlandi í kvöld. Kýpur er með fjögur stig.

Kýpur 1 - 1 Kasakstan
0-1 Aleksey Shchetkin ('2)
1-1 Pieros Sotiriou ('39)

Hvítrússar náðu í sín fyrstu stig í undankeppninni í Eistlandi í dag. Liðin eru bæði í afar erfiðum C-riðli ásamt Norður-Írlandi, Þýskalandi og Hollandi.

Staðan var jöfn í hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði Hvítrússa en leikurinn jafnaðist út í síðari hálfleik.

Nikita Naumov kom gestunum yfir skömmu eftir leikhlé og jafnaði Erik Sorga.

Meira var ekki skorað fyrr en Maksim Skavysh náði í stigin þrjú fyrir Hvítrússa með sigurmarki í uppbótartíma.

Liðin mættust í botnslag og eru þetta fyrstu stig Hvítrússa. Eistland er stigalaust eftir fjórar umferðir.

Eistland 1 - 2 Hvíta-Rússland
0-1 Nikita Naumov ('48)
1-1 Erik Sorga ('54)
1-2 Maksim Skavysh ('92)
Athugasemdir
banner
banner