PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
Alfons og Jói pössuðu að lukkukrökkunum yrði ekki of kalt
Icelandair
Það er nokkuð kalt í kvöld!
Það er nokkuð kalt í kvöld!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er um tíu gráðuhiti í Reykjavík í kvöld þar sem Ísland og Svartfjallaland spila þessa stundina á Laugardalsvelli.

Það er svo sem enginn rosalegur kuldi, en það er sæmilega vindasamt, kaldur blástur á þessu septemberkvöldi.

Þegar þjóðsöngvar þjóðanna voru spilaðir fyrir leik þá voru leikmenn Íslands í upphitunargöllunum sínum, en þó ekki allir.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Tveir leikmenn, þeir Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson, lánuðu upphitunarpeysur til lukkukrakkanna sem gengu með þeim inn á vellinum og stóðu með þeim úti á velli.

Haukur Gunnarsson tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner