Það er um tíu gráðuhiti í Reykjavík í kvöld þar sem Ísland og Svartfjallaland spila þessa stundina á Laugardalsvelli.
Það er svo sem enginn rosalegur kuldi, en það er sæmilega vindasamt, kaldur blástur á þessu septemberkvöldi.
Þegar þjóðsöngvar þjóðanna voru spilaðir fyrir leik þá voru leikmenn Íslands í upphitunargöllunum sínum, en þó ekki allir.
Það er svo sem enginn rosalegur kuldi, en það er sæmilega vindasamt, kaldur blástur á þessu septemberkvöldi.
Þegar þjóðsöngvar þjóðanna voru spilaðir fyrir leik þá voru leikmenn Íslands í upphitunargöllunum sínum, en þó ekki allir.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
Tveir leikmenn, þeir Alfons Sampsted og Jóhann Berg Guðmundsson, lánuðu upphitunarpeysur til lukkukrakkanna sem gengu með þeim inn á vellinum og stóðu með þeim úti á velli.
Haukur Gunnarsson tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.
Athugasemdir