Spænski landsliðsmaðurinn, Mikel Oyarzabal, fyrirliði Real Sociedad sem Orri Steinn Óskarsson leikur með meiddist í landsleik Spánar gegn Serbíu í gær.
Leikurinn var lítið fyrir augað og endaði með markalausu jafntefli.
Oyarzabal kom inn á sem varamaður en var borinn af velli undir lok leiksins en Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, sagði í viðtali eftir leikinn að það væri líklega um slæm ökklameiðsli að ræða.
Hann sást á hækjum eftir leikinn en hann mun gangast undir frekari rannsóknir í dag. Hann er annar leikmaður Sociedad sem meiðist á stuttum tíma en varnarmaðurinn Hamari Traore sleit krossband í fyrsta leik Orra Steins gegn Getafe um síðustu helgi.
Sale en muletas ??@mikel10oyar? ojalá no sea mucho pic.twitter.com/a92vSMijSG
— Javier Herráez (@javiherraez) September 5, 2024
Athugasemdir