Ægir 2 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Daníel Karl Þrastarson
1-1 Markaskorara vantar
2-1 Bjarki Rúnar Jónínuson, víti
1-0 Daníel Karl Þrastarson
1-1 Markaskorara vantar
2-1 Bjarki Rúnar Jónínuson, víti
Ægir tók á móti Dalvík/Reyni í gífurlega mikilvægum slag í toppbaráttu 2. deildarinnar í dag og náði forystunni með marki frá Daníeli Karli Þrastarsyni í fyrri hálfleik.
Dalvíkingum tókst að jafna metin fyrir leikhlé svo staðan var 1-1 í hálfleik og hélst jöfn allt þar til á lokakaflanum.
Jordan Adeyemo fékk þá dæmda vítaspyrnu sem Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði úr til að gera sigurmarkið. Lokatölur 2-1 fyrir Ægi.
Ægir endurheimtir 2. sæti deildarinnar með þessum sigri og situr þar á markatölu, með fjórum mörkum meira í plús heldur en Grótta sem dettur niður í þriðja sætið.
Ægir og Grótta eru aðeins einu stigi á eftir toppliði Þróttar Vogum. Til gamans má geta að Grótta tekur á móti Þrótti í úrslitaleik í lokaumdferðinni. Ægi nægir því eitt stig á útivelli gegn Víði í Garði í lokaumferðinni til að komast aftur upp í Lengjudeildina.
Dalvíkingar eru í efri hluta deildarinnar, með 31 stig eftir 21 umferð.
06.09.2025 17:17
2. deild: Æsispennandi titilbarátta - Vogamenn geta farið upp í kvöld
Athugasemdir