Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frábær sigur hjá Adam og Ægi
Ægir Jarl
Ægir Jarl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónsson voru í byrjunarliðinu hjá Jóhannesi Karli Guðjónssyni í AB Kaupmannahöfn gegn Naestved í þriðju efstu deild í Danmörku í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en AB komst í gang í seinni hálfleik og vann að lokum 3-0.

Þetta var annar sigur liðsins í röð.

AB fór upp fyrir Naestved í deildinni með sigrinum. Liðið er í 3. sæti með 12 stig eftir sex umferðir.
Athugasemdir
banner