KFR 4 - 1 Skallagrímur
0-1 Elís Dofri G Gylfason ('4 )
1-1 Helgi Valur Smárason ('30 )
2-1 Heiðar Óli Guðmundsson ('43 )
3-1 Þórður Kalman Friðriksson ('109 )
4-1 Bjarni Þorvaldsson ('115 )
Rautt spjald: Dagur Þórðarson, KFR ('114)
0-1 Elís Dofri G Gylfason ('4 )
1-1 Helgi Valur Smárason ('30 )
2-1 Heiðar Óli Guðmundsson ('43 )
3-1 Þórður Kalman Friðriksson ('109 )
4-1 Bjarni Þorvaldsson ('115 )
Rautt spjald: Dagur Þórðarson, KFR ('114)
KFR tók á móti Skallagrími í úrslitaleik 5. deildarinnar í dag og úr var gríðarlega spennandi slagur. Skallagrímur vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli og tók forystuna snemma leiks á útivelli í dag.
Elís Dofri Gylfason skoraði strax á fjórðu mínútu en Rangæingar snéru stöðunni við fyrir leikhlé. Helgi Valur Smárason og Heiðar Óli Guðmundsson sáu um markaskorunina.
Engum tókst að skora í seinni hálfleik og því fór leikurinn í framlengingu þar sem staðan var samanlagt 3-3.
Þórður Kalman Friðriksson og Bjarni Þorvaldsson skoruðu fyrir heimamenn til að tryggja sigur í framlengingu, en þeir voru einum færri síðustu mínúturnar eftir að Dagur Þórðarson var rekinn af velli með tvö gul spjöld.
Tíu Rangæingum tókst að halda út og urðu lokatölur 4-1 eftir framlengda viðureign. Í heildina 5-3 fyrir KFR sem tryggir sér þar með sæti í 4. deildinni á næsta ári.
Álafoss og Úlfarnir eigast við í hinum úrslitaleiknum seinni partinn á morgun. Álafoss er þar með eins marks forystu og spilar á heimavelli.
KFR Arnar Högni Arnarsson (m), Ævar Már Viktorsson (168'), Heiðar Óli Guðmundsson, Stefán Bjarki Smárason, Helgi Valur Smárason, Hákon Kári Einarsson (168'), Jón Pétur Þorvaldsson (168'), Unnar Jón Ásgeirsson, Guðmundur Brynjar Guðnason (86'), Rúnar Þorvaldsson (115'), Bjarni Þorvaldsson
Varamenn Mikael Andri Þrastarson, Aron Birkir Guðmundsson (168'), Baldur Bjarki Jóhannsson (115'), Óðinn Magnússon (168'), Dagur Þórðarson (168'), Böðvar Örn Brynjólfsson, Þórður Kalman Friðriksson (86')
Skallagrímur Konráð Ragnarsson (m), Elís Dofri G Gylfason, Hrafnkell Váli Valgarðsson (113'), Declan Joseph Redmond, Guðjón Andri Gunnarsson, Hlöðver Már Pétursson (31'), Sveinn Mikael Ottósson, Almar Daði Kristinsson, Davíð Freyr Bjarnason, Snorri Kristleifsson, Arnar Eiríksson (113')
Varamenn Sölvi G Gylfason, Ísak Einarsson (31), Kristján Páll R. Hjaltason (113), Pétur Jóhannes Óskarsson (113), Hörður Óli Þórðarson, Birgir Theodór Ásmundsson, Kristján Karl Hallgrímsson (m)
Athugasemdir