Undankeppni HM er í fullum gangi þessa dagana. Það eru sex leikir á dagskrá í dag.
England er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í K riðli. Liðið fær Andorra í heimsókn en Andorra er án stiga eftir fjóra leiki. Lettland og Serbía mætast í sama riðli. Bæði lið eru með fjögur stig en Serbía hefur leikið tvo leiki en Lettland þrjá.
Írland hefur leik í keppninni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar gegn Ungverjalandi á heimavelli. Liðin eru í F riðli ásamt Armeníu og Portúgal sem mætast í Armeníu.
Bosnía er með fullt hús stiga í H riðli en liðið heimsækir San Marino sem er án stiga. Austurríki og Kýpur mætast í sama riðli.
England er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í K riðli. Liðið fær Andorra í heimsókn en Andorra er án stiga eftir fjóra leiki. Lettland og Serbía mætast í sama riðli. Bæði lið eru með fjögur stig en Serbía hefur leikið tvo leiki en Lettland þrjá.
Írland hefur leik í keppninni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar gegn Ungverjalandi á heimavelli. Liðin eru í F riðli ásamt Armeníu og Portúgal sem mætast í Armeníu.
Bosnía er með fullt hús stiga í H riðli en liðið heimsækir San Marino sem er án stiga. Austurríki og Kýpur mætast í sama riðli.
laugardagur 6. september
13:00 Lettland - Serbía
16:00 England - Andorra
16:00 Armenia - Portúgal
18:45 Írland - Ungverjaland
18:45 Austurríki - Kýpur
18:45 San Marino - Bosnía
Athugasemdir