Paris Saint-Germain staðfesti í gær að Luis Enrique, stjóri liðsins, hafi gengist undir aðgerð eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi.
Stjórinn fékk aðstoð fagaðila á staðnum en fór síðan í aðgerð en hann braut viðbein.
Stjórinn fékk aðstoð fagaðila á staðnum en fór síðan í aðgerð en hann braut viðbein.
„Paris Saint-Germain vill lýsa yfir fullum stuðningi sínum við Luis Enrique og óska ??honum góðs bata," segir í yfirlýsingu félagsins.
Óljóst er hvernig slysið atvikaðist. PSG mætir Lens þann 14. september og Atalanta í Meistaradeildinni 17. september og það er óvíst hvort Enrique verði á hliðarlínunni.
Athugasemdir