Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham fékk framherja frá Bayern (Staðfest)
Mynd: Bayern Munchen
Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham krækti í sænska framherjann Jonah Kusi-Asare úr röðum FC Bayern undir lok félagaskiptagluggans.

Kusi-Asare er 18 ára gamall og átti aðeins eitt ár eftir af samningi við Bayern í sumar. Hann framlengdi við Þýskalandsmeistarana um eitt ár og gekk svo til liðs við Fulham.

Kusi-Asare á 21 leik að baki fyrir yngri landslið Svía og hefur aðeins komið við sögu í tveimur keppnisleikjum með Bayern.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Fulham fær inn í sumar, eftir Kevin, Samuel Chukwueze og Benjamin Lecomte.


Athugasemdir