Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 16:15
Brynjar Ingi Erluson
Gakpo um áhuga Bayern: Erfitt þegar framtíðin er í óvissu
Mynd: EPA
Hollenski vængmaðurinn Cody Gakpo segir að Bayern München hafi haft áhuga á því að fá hann frá Liverpool í sumar, en hann ákvað í staðinn að framlengja samning sinn við Englandsmeistarana.

Bayern gerði dauðaleit að vængmanni í sumarglugganum og voru flest allir orðaðir við félagið.

Á einum tímapunkti kom til greina að fá Gakpo frá Liverpool, en enska félagið hafði ekki áhuga á að selja. Bayern ákvað að fá Luis Díaz, en Gakpo segir þessar vikur og mánuði hafa verið erfiða fyrir sig.

Óvissan hvarf síðan þegar Liverpool bauð Gakpo nýjan samning sem hann samþykkti.

„Mér skilst að Bayern kom og reyndi að fá mig, en þeir enduðu á að kaupa Luis Díaz. Þetta er erfitt því það er svo margt að gerast. Önnur félög hafa samband, en svo kannski vill maður vera áfram hjá félaginu sem maður er samningsbundinn.“

„Allir meðhöndla þetta á ólíkan hátt en þetta er klárlega mjög erfitt. Þegar framtíðin er í óvissu þá verður sagan mjög erfið,“
sagði Gakpo.
Athugasemdir