Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez í sex leikja bann fyrir hrákuna
Mynd: EPA
Luis Suarez, framherji Inter Miami í Bandaríkjunum, hefur fengið sex leikja bann fyrir að hrækja á starfsmann Seattle Sounders eftir 3-0 tap í Leagues Cup á dögunum.

Atvikið átti sér stað stuttu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Lætin hófust þegar Suarez tók Obed Vargas, miðjumann Seattle, hálstaki. Sergio Busquets skarst í leikinn og sló Vargas utan undir.

Í kjölfarið lenti Suarez í áflogum við Gene Ramirez, öryggisstjóra Seattle, sem endaði með því að Úrugvæinn hrækti á Ramirez.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suarez er settur í bann fyrir eitthvað sem á ekki heima á fótboltavellinum. Hann fékk sjö leikja bann fyrir að bíta andstæðing í leik með Ajax, tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik Liverpool gegn Chelsea og níu leikja bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ gegn Ítalíu.

Þá fékk hann átta leikja bann árið 2011 fyrir rasisma í garð Patrice Evra þáverandi leikmann Man Utd.
Athugasemdir