Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
   fös 05. september 2025 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sænsku meistararnir í miklu brasi - Ísabella Sara spilaði í þriðja tapinu í röð
Kvenaboltinn
Mynd: Rosengård/Urzula Striner
Rosengard, ríkjandi deildarmeistarar í Svíþjóð, eru í bölvuðu brasi í deildinni í ár.

Liðið tapaði gegn Vittsjö í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 tapi. Þetta var þriðja tap liðsins í röð en liðið hefur ekki unnið í sex deildarleikjum í röð.

Ísabella Sara Tryggvadóttir er leikmaður Rosengard en hún kom inn á þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Þá voru úrslitin ráðin.

Rosengard er með 18 stig eftir 17 umferðir í 9. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner