Cristiano Ronaldo skoraði 941. markið á ferlinum nú rétt í þessu er hann kom Portúgal í 2-0 gegn Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Portúgal er að ganga frá Armeníu í fyrri hálfleik. Joao Felix skoraði á 10. mínútu áður en samherji hans í Al-Nassr, Ronaldo, bætti við öðru með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Pedro Neto.
Hann er nú 59 mörkum frá þúsundasta markinu á ferlinum og nægur tími til þess að komast nær markmiðinu í þessum leik.
Með þessu áframhaldi mun Ronaldo ná markmiði sínu fyrir lok næsta árs eða byrjun 2027.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir