Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 17:17
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Æsispennandi titilbarátta - Vogamenn geta farið upp í kvöld
Vogamenn færast nær Lengjudeildinni
Vogamenn færast nær Lengjudeildinni
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Grótta ætlar að vera með í toppbaráttunni
Grótta ætlar að vera með í toppbaráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur/Huginn er á leið niður
Höttur/Huginn er á leið niður
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kormákur/Hvöt mætti miklu mótlæti
Kormákur/Hvöt mætti miklu mótlæti
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Titilbaráttan í 2. deild karla er að hitna og rúmlega það en Þróttur V. færðist nær Lengjudeildinni eftir að hafa unnið Hött/Huginn, 2-1, í baráttuleik. Grótta, sem er einnig í baráttu um að komast upp, fór illa með Hauka á BIRTU-vellinum.

Haukar 0 - 6 Grótta
0-1 Andri Freyr Jónasson ('25 )
0-2 Björgvin Brimi Andrésson ('62 )
0-3 Andri Freyr Jónasson ('78 )
0-4 Axel Sigurðarson ('81 )
0-5 Grímur Ingi Jakobsson ('88 )
0-6 Pétur Theódór Árnason ('90 )

Gróttumenn hafa ekki gefið upp drauminn um að komast í Lengjudeildina, en liðið sá til þess að halda þessu spennandi fram að lokaumferðinni með því að slátra Haukum, 6-0, á BIRTU-vellinum.

Andri Freyr Jónasson skoraði á 25. mínútu og létu gestirnir sér nægja að vera marki yfir í hálfleik en í þeim síðari völtuðu þeir yfir Hauka.

Björgvin Brimi Andrésson bætti við öðru á 62. mínútu og á síðasta korterinu skoruðu Andri Freyr, Axel Sigurðarson, Grímur Ingi Jakobsson og Pétur Theódór Árnason fjögur mörk til viðbótar.

Frábær sigur Gróttu sem er í öðru sæti með 41 stig, stigi á eftir Vogamönnum. Haukar eru á meðan í 8. sæti með 31 stig.

Haukar Rafal Stefán Daníelsson (m), Guðjón Pétur Lýðsson, Fannar Óli Friðleifsson, Ævar Daði Segatta (73'), Kostiantyn Iaroshenko (73'), Birkir Brynjarsson (73'), Daníel Smári Sigurðsson, Hallur Húni Þorsteinsson, Arnar Bjarki Björgvinsson (56'), Markús Breki Steinsson (56'), Óliver Þorkelsson
Varamenn Eiríkur Örn Beck (56'), Haukur Darri Pálsson (73'), Sigurður Hrannar Þorsteinsson (73'), Tómas Atli Björgvinsson, Óliver Steinar Guðmundsson (73'), Alexander Aron Tómasson (56'), Sveinn Óli Guðnason (m)

Grótta Alexander Arnarsson (m), Grímur Ingi Jakobsson, Dagur Bjarkason (84'), Patrik Orri Pétursson, Caden Robert McLagan, Björgvin Brimi Andrésson, Axel Sigurðarson, Halldór Hilmir Thorsteinson (84'), Kristófer Dan Þórðarson (84'), Andri Freyr Jónasson (79'), Hrannar Ingi Magnússon (76')
Varamenn Marvin Darri Steinarsson, Daníel Agnar Ásgeirsson (84), Kristófer Melsted (76), Benedikt Aron Albertsson, Elmar Freyr Hauksson (84), Þórður Sveinn Einarsson (84), Pétur Theódór Árnason (79)

Víkingur Ó. 2 - 4 Kári
1-0 Kwame Quee ('15 )
1-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('35 )
2-1 Björn Darri Ásmundsson ('52 )
2-2 Matthías Daði Gunnarsson ('62 )
2-3 Mikael Hrafn Helgason ('90 )
2-4 Þór Llorens Þórðarson ('90 )

Fallbaráttulið Kára vann lífsnauðsynlegan 4-2 sigur á Víkingi Ólafsvík á Ólafsvíkurvelli.

Ólsarar komust tvívegis í forystu en í bæði skiptin jöfnuðu Káramenn.

Undir lok leiksins skoruðu þeir Mikael Hrafn Helgason og Þór Llorens Þórðarson dýrmæt mörk og lifir áfram vonin um að halda sér uppi.

Kári er í næst neðsta sæti með 18 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti fyrir lokaumferðina. Víkingur er á meðan í 7. sæti með 31 stig.

Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Ingvar Freyr Þorsteinsson, Gabriel Þór Þórðarson, Ivan Lopez Cristobal, Luke Williams, Kristófer Áki Hlinason, Hektor Bergmann Garðarsson (77'), Björn Darri Ásmundsson (59'), Luis Alberto Diez Ocerin, Björn Henry Kristjánsson, Kwame Quee
Varamenn Brynjar Óttar Jóhannsson, Reynir Már Jónsson, Haukur Smári Ragnarsson, Ellert Gauti Heiðarsson (77'), Asmer Begic (59'), Kristall Blær Barkarson (m)

Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Sigurjón Logi Bergþórsson (50'), Benjamín Mehic, Tómas Týr Tómasson, Gísli Fannar Ottesen, Marinó Hilmar Ásgeirsson, Marteinn Theodórsson, Sveinn Svavar Hallgrímsson (85'), Oskar Wasilewski, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson (85'), Börkur Bernharð Sigmundsson (78')
Varamenn Mikael Hrafn Helgason (85), Axel Freyr Ívarsson, Jón Þór Finnbogason (78), Benedikt Ísar Björgvinsson, Kristian Mar Marenarson, Matthías Daði Gunnarsson (50), Þór Llorens Þórðarson (85)

KFA 2 - 0 Víðir
1-0 Matheus Bissi Da Silva ('40 )
2-0 Geir Sigurbjörn Ómarsson ('90 )
Rautt spjald: Cameron Michael Briggs, Víðir ('60)

KFA vann góðan 2-0 sigur á Víði.

Matheus Bissi Da Silva skoraði á 40. mínútu og þegar um það bil hálftími var eftir fékk Cameron Briggs, leikmaður Víðis, að líta rauða spjaldið.

Heimamenn bættu við öðru marki undir lok leiksins. KFA er í 6. sæti með 31 stig en Víðir í 10. sæti með 20 stig og nú á leið í spennandi lokaumferð.

KFA Danny El-Hage (m), Unnar Ari Hansson (84'), Matheus Bissi Da Silva, Geir Sigurbjörn Ómarsson, Arkadiusz Jan Grzelak, Ólafur Bernharð Hallgrímsson (72'), Arnór Berg Grétarsson, Heiðar Snær Ragnarsson, Patrekur Aron Grétarsson, Hrafn Guðmundsson (72'), Nenni Þór Guðmundsson
Varamenn Eggert Gunnþór Jónsson, Birkir Ingi Óskarsson (72'), Imanol Vergara Gonzalez (84'), Marteinn Már Sverrisson, Javier Montserrat Munoz (72'), Jawed Abd El Resak Boumeddane, Daníel Heiðar Heiðarsson (m)

Víðir Joaquin Ketlun Sinigaglia, Alexis Alexandrenne (78'), David Toro Jimenez, Uros Jemovic (66'), Cristovao A. F. Da S. Martins, Valur Þór Hákonarson (84'), Erlendur Guðnason, Dominic Lee Briggs, Cameron Michael Briggs, Aron Örn Hákonarson (66'), Róbert William G. Bagguley
Varamenn Dusan Lukic (84), Ottó Helgason (66), Markús Máni Jónsson (66), Tómas Freyr Jónsson, Haraldur Smári Ingason (78), Eyþór Ingi Einarsson, Þórir Guðmundsson

Kormákur/Hvöt 3 - 1 KFG
1-0 Matheus Bettio Gotler ('13 )
1-1 Djordje Biberdzic ('48 , Mark úr víti)
2-1 Kristinn Bjarni Andrason ('76 )
3-1 Kristinn Bjarni Andrason ('87 )
Rautt spjald: Federico Ignacio Russo Anzola, Kormákur/Hvöt ('31)

Tíu leikmenn Kormáks/Hvatar unnu 3-1 sigur á KFG á Blönduósi.

Matheus Gotler tók forystuna fyrir heimamenn á 13. mínútu en tæpum tuttugu mínútum síðar fékk Federico Russo, leikmaður liðsins, að líta rauða spjaldið.

Russo sló frá sér en virtist ekki hitta mótherjann sem var heldur lengi að bregðast við. Rautt spjald var það.

Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Djordje Biberdzic skoraði örugglega úr, en heimamenn voru staðráðnir í að taka öll stigin.

Kristinn Bjarni Andrason skoraði tvennu á síðustu fimmtán mínútum leiksins og skilaði sigrinum heim. Kormákur/Hvöt fer upp í 4. sætið með 32 stig en KFG í 9. sæti með 22 stig.

Kormákur/Hvöt Sigurður Bjarni Aadnegard (m), Goran Potkozarac (90'), Papa Diounkou Tecagne (90'), Federico Ignacio Russo Anzola, Sigurður Pétur Stefánsson (90'), Bocar Djumo (90'), Kristinn Bjarni Andrason, Matheus Bettio Gotler, Moussa Ismael Sidibe Brou, Juan Carlos Dominguez Requena, Indriði Ketilsson
Varamenn Helistano Ciro Manga (76'), Hlib Horan (90'), Eyjólfur Örn Þorgilsson, Finnur Karl Jónsson, Haukur Ingi Ólafsson (90'), Arnór Ágúst Sindrason (90'), Stefán Freyr Jónsson (90')

KFG Guðmundur Rafn Ingason (m), Helgi Snær Agnarsson (90'), Benedikt Pálmason, Magnús Andri Ólafsson (75'), Arnar Ingi Valgeirsson, Kári Vilberg Atlason, Elvar Máni Guðmundsson, Gísli Snær Weywadt Gíslason, Djordje Biberdzic, Jökull Sveinsson, Henrik Máni B. Hilmarsson (64')
Varamenn Atli Freyr Þorleifsson, Kristján Ólafsson (75), Bóas Heimisson (64), Arnar Darri Þorleifsson, Baldur Freyr Almarsson, Eyþór Örn Eyþórsson (90)

Þróttur V. 2 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Marti Prera Escobedo ('24 )
1-1 Guðni Sigþórsson ('28 )
2-1 Auðun Gauti Auðunsson ('68 )
Rautt spjald: Kristján Jakob Ásgrímsson , Höttur/Huginn ('90)

Þróttur V. er skrefi nær því að komast upp í Lengjudeildina eftir 2-1 sigur á Hetti/Hugin á Vogaídýfu-vellinum.

Heimamenn þurftu að hafa fyrir hlutunum en það var botnlið Hattar/Hugins sem komst yfir er Marti Escobedo skoraði á 24. mínútu.

Guðni Sigþórsson var fljótur að jafna metin fyrir Vogamenn áður en Auðun Gauti Auðunsson skoraði sigurmarkið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Kristján Jakob Ásgrímsson, leikmaður Hattar/Hugins, sá rautt undir lok leiks.

Vogamenn eru á toppnum með 42 stig og gætu mögulega farið upp í kvöld ef Ægir tapar fyrir Dalvíkr/Reyni. Höttur/Huginn er á meðan á botninum og stefnir allt í að fall liðsins verði staðfest í næstu umferð.

Titilbaráttan er sérstaklega spennandi því ef Ægir tekst að vinna Dalvík/Reyni á eftir þá mun Þróttur mæta Gróttu í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fer upp.

Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Guðni Sigþórsson (78'), Auðun Gauti Auðunsson, Anton Breki Óskarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Sigurður Agnar Br. Arnþórsson, Jón Jökull Hjaltason (60'), Almar Máni Þórisson (67'), Ásgeir Marteinsson (60'), Rúnar Ingi Eysteinsson, Kostiantyn Pikul
Varamenn Hreinn Ingi Örnólfsson, Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Jóhannes Karl Bárðarson (60'), Eyþór Orri Ómarsson (60'), Franz Bergmann Heimisson (78'), Birgir Halldórsson (67'), Rökkvi Rafn Agnesarson (m)

Höttur/Huginn Gerard Tomas Iborra (m), André Musa Solórzano Abed, Eyþór Magnússon, Sæbjörn Guðlaugsson (87'), Genis Arrastraria Caballe, Rafael Llop Caballe, Danilo Milenkovic, Bjarki Fannar Helgason (71'), Marti Prera Escobedo, Kristján Jakob Ásgrímsson, Árni Veigar Árnason (78')
Varamenn Valdimar Brimir Hilmarsson, Þórhallur Ási Aðalsteinsson, Bjarki Nóel Brynjarsson (78), Ívar Logi Jóhannsson, Kristófer Bjarki Hafþórsson, Heiðar Logi Jónsson (87), Kristófer Máni Sigurðsson
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur V. 21 13 3 5 32 - 22 +10 42
2.    Ægir 21 13 2 6 57 - 33 +24 41
3.    Grótta 21 12 5 4 45 - 25 +20 41
4.    Kormákur/Hvöt 21 10 2 9 31 - 35 -4 32
5.    Dalvík/Reynir 21 9 4 8 35 - 25 +10 31
6.    KFA 21 9 4 8 51 - 43 +8 31
7.    Haukar 21 9 4 8 35 - 38 -3 31
8.    Víkingur Ó. 21 8 4 9 41 - 37 +4 28
9.    KFG 21 6 4 11 36 - 50 -14 22
10.    Kári 21 7 0 14 30 - 54 -24 21
11.    Víðir 21 5 5 11 31 - 38 -7 20
12.    Höttur/Huginn 21 4 5 12 25 - 49 -24 17
Athugasemdir