Byrjunarlið kvöldsins hafa verið tilkynnt fyrir landsleikina í forkeppni Evrópuþjóða fyrir HM og teflir Heimir Hallgrímsson sóknarsinnuðu liði fram þegar Írland spilar við Ungverjaland.
Dominik Szoboszlai og Milos Kerkez eru meðal byrjunarliðsmanna í sterku liði Ungverjalands en Írar eru einnig með öfluga leikmenn á sínum snærum.
Heimir kýs að nýta Evan Ferguson sem fremsta sóknarmann í fjarveru Troy Parrott sem varð fyrir hnémeiðslum í lok ágúst eftir magnaða byrjun á nýju tímabili með AZ Alkmaar. Parrott skoraði 10 mörk í 7 fyrstu keppnisleikjum tímabilsins með AZ.
Ferguson leiðir því sóknarlínuna, með Sammie Szmodics og Ryan Manning á köntunum. Szmodics og Manning leika fyrir Ipswich Town og Southampton sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Það fara tveir aðrir leikir fram í kvöld, þegar San Marínó tekur á móti Bosníu og Austurríki fær Kýpur í heimsókn.
39 ára gamall Edin Dzeko leiðir sóknarlínu Bosníu á meðan 36 ára Marko Arnautovic er fremsti sóknarmaður Austurríkismanna.
Írland: Kelleher, O'Brien, Collins, O'Shea, Doherty, Cullen, Knight, Azaz, Manning, Szmodics, Ferguson
Ungverjaland: Dibusz, Kerkez, Szalai, Orban, Nego, Styles, Sallai, Szoboszlai, Toth, Bolla, Varga
Bosnía: Vasilj, Gazibegovic, Radeljic, Barisic, Burnic, Alajbegovic, Basic, Tahirovic, Hajradinovic, Demirovic, Dzeko
Austurríki: A.Schlager, Laimer, Lienhart, Alaba, Mwene, X.Schlager, Seiwald, Sabitzer, Baumgartner, Wimmer, Arnautovic
Athugasemdir