
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs var ánægður eftir dýrmætan sigur á heimavelli gegn Fjölni í næstsíðustu umferð deildartímabilsins í Lengjudeildinni í dag.
Lestu um leikinn: Þór 2 - 1 Fjölnir
Sigurinn fleytir Þór á topp deildarinnar fyrir lokaumferðina og fellir um leið Fjölni niður um deild.
„Þetta var erfiður leikur þannig ég er gríðarlega ánægður," sagði Siggi eftir sigurinn en Þór mætir Þrótti R. í lokaumferð deildartímabilsins. Liðin eigast við gríðarlega spennandi úrslitaleik þar sem sigurliðið hreppir Lengjudeildartitilinn.
„Þessi síðasti leikur er þannig séð eins og síðustu leikir. Þetta hafa allt verið einhverskonar úrslitaleikir þannig það verður bara sami undirbúningur í rauninni."
Einar Freyr Halldórsson U19 landsliðsmaður og Vilhelm Ottó Biering Ottósson voru ekki með gegn Fjölni en eru liðtækir fyrir lokaumferðina. Einar Freyr er upptekinn í landsliðsverkefni.
Athugasemdir