Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 15:07
Brynjar Ingi Erluson
Doué missir líka af leiknum gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: EPA
Franski vængmaðurinn Désiré Doué, sem fór mikinn með Paris Saint-Germain á síðustu leiktíð, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-0 sigri Frakklands á Úkraínu í gær.

Frakkar fengu þær slæmu fréttir að Ousmane Dembélé yrði frá næstu sex vikur eftir að hann meiddist aftan í læri gegn Úkraínu en áföllin halda áfram að dynja.

Doué, eins og Dembélé, átti frábært tímabil er PSG vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Hann byrjaði hjá Frökkum gegn Úkraínu í gær en var tekinn af velli vegna meiðsla aftan í kálfa.

L'Equipe segir að hann hafi nú skráð sig úr hópnum og á leið í endurhæfingu hjá PSG en það er gert ráðið fyrir að hann verði frá í þrjár til fjórar vikur.

Þessi ungi og efnilegi leikmaður verður því ekki með gegn Íslandi á þriðjudag en gæti náð seinni leiknum sem fer fram á Laugardalsvelli í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner