Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Fékk launahækkun í síðasta mánuði en gæti nú verið á förum
Mynd: EPA
Belgíski landsliðsmaðurinn Leandro Trossard gæti verið á förum frá Arsenal þrátt fyrir að hafa fengið launahækkun í síðasta mánuði en þetta kemur fram á Daily Mirror.

Trossard, sem er þrítugur, gerði nýjan samning við Arsenal fyrir rúmum tveimur vikum.

Hann fékk væna launahækkun en lengd samningsins er áfram sú sama eða til 2027.

Mirror heldur því fram að þrátt fyrir það gæti hann verið á förum, en tyrkneska félagið Besiktas hefur mikinn áhuga á að fá hann fyrir gluggalok í Tyrklandi.

Samkvæmt miðlinum hefur félagið lagt fram 19 milljóna punda tilboð í Trossard sem Arsenal hefur ekki svarað.

Búist er við svari frá Arsenal um eða rétt eftir helgi en tyrkneski glugginn lokar á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner