Brasilíski vængmaðurinn Willian hefur skrifað undir eins árs samning við Gremio í heimalandinu eftir að hafa yfirgefið Fulham í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út.
Willian var eftirsóttur af öðrum liðum í Brasilíu, Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum en hann ákvað að semja við Gremio.
Hann er 36 ára en hann gekk aftur til liðs við Fulham í janúar, sex mánuðum eftir að hafa yfirgefið félagið og samið við Olympiakos.
Willian er fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal en hann lék í úrvalsdeildinni frá 2013 með stuttu stoppi hjá Corinthians tímabilið 2021-2022.
Athugasemdir