Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 14:48
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd samþykkir að lána Onana til Tyrklands
Mynd: EPA
Manchester United hefur samþykkt að lána kamerúnska markvörðinn Andre Onana til tyrkneska félagsins Trabzonspor út tímabilið. Fabrizio Romano greinir frá tíðindunum á X.

Onana missti sæti sitt í marki United í sumar og hefur aðeins komið við sögu í einum leik á þessari leiktíð.

Hann spilaði allan leikinn í niðurlægjandi tapi gegn Grimsby Town í deildabikarnum þar sem hann gerði tvö slæm mistök sem spiluðu stóra rullu í að United datt úr leik.

Man Utd keypti Senne Lammens frá Antwerp undir lok gluggans, en hann er álitinn sem framtíðar markvörður United og voru þetta skýr og ákveðin skilaboð um að Onana sé ekki lengur í myndinni.

Félagaskiptaglugginn hjá stærstu deildunum lokaði á mánudag, en hann er enn opinn í Tyrklandi. Trabzonspor hefur átt í viðræðum við United síðustu daga um að fá Onana á láni og nú er samkomulag í höfn.

Það er þó einn hængur á og það er að Onana verður að samþykkja það að fara til Trabzonspor.

Hann hefur ekki enn tekið ákvörðun en hún mun væntanlega liggja fyrir á næstu dögum.

Onana kom til Man Utd frá Inter fyrir tveimur árum en hefur engan veginn náð að fóta sig hjá enska félaginu og talað um hann sem einn versta markvörð í sögu United.
Athugasemdir
banner