Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal byrjar á sigri í grannaslag
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal 4 - 1 London City Lionesses
0-1 Kosovare Asllani ('17, víti)
1-1 Olivia Smith ('29)
2-1 Chloe Kelly ('45+2)
3-1 Stina Blackstenius ('83)
4-1 Frida Leonhardsen-Maanum ('84)

Arsenal tók á móti London City Lionesses í fyrstu umferð á nýju tímabili í ensku ofurdeildinni og náði gestaliðið óvænt forystu í fyrri hálfleik.

Sænska kempan Kosovare Asllani skoraði úr vítaspyrnu eftir 17 mínútna leik en Evrópumeisturunum tókst að snúa stöðunni við fyrir leikhlé.

Olivia Smith og Chloe Kelly skoruðu fyrir leikhlé og var Arsenal áfram sterkara liðið í síðari hálfleik. Staðan hélst þó 2-1 þar til á lokakaflanum, þegar Stina Blackstenius og Frida Leonhardsen-Maanum gerðu sitthvort markið eftir stoðsendingar frá Bethany Mead.

Lokatölur 4-1 í fyrsta leiknum á nýju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner