Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Andorra í undankeppni heimsmeistaramótsins, en það er eitt nýtt nafn í liðinu.
Elliot Anderson, leikmaður Nottingham Forest, er óvænt í byrjunarliðinu en þetta verður hans fyrsti leikur með A-landsliðinu.
Marcus Rashford snýr aftur í liðið hjá Englandi, en hann er á vinstri kantinum á meðan Noni Madueke er á hægri. Harry Kane er auðvitað fremstur.
Alls eru fjórir frá Arsenal í byrjunarliðinu ásamt Madueke, en það eru þeir Myles Lewis-Skelly, Declan Rice og Eberechi Eze.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er spilaður á Villa Park.
Byrjunarlið Englands: Pickford; James, Burn, Guehi, Lewis-Skelly; Anderson, Eze, Rice; Madueke, Kane, Rashford
Ready to face Andorra ???? pic.twitter.com/BGAwJAdMYQ
— England (@England) September 6, 2025
Athugasemdir