Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Vlahovic afgreiddi Letta
Dusan Vlahovic fagnar marki sínu
Dusan Vlahovic fagnar marki sínu
Mynd: EPA
Lettland 0 - 1 Serbía
0-1 Dusan Vlahovic ('12 )

Serbía vann annan leik sinn í undankeppni HM er það rétt marði sigur á Lettlandi, 1-0, í Riga í dag.

Dusan Vlahovic, framherji Juventus, skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu.

Vlahovic og Aleksandar Katai spiluðu sín á milli áður en sá fyrrnefndi skaut föstu skoti neðst í hægra hornið.

Serbar fengu urmul af færum til að gera út um leikinn. Luka Jovic átti skot í þverslá og þá brást Vlahovic bogalistin undir lok leiksins.

Þetta eina mark dugði þó til í þetta sinn og eru Serbar í öðru sæti K-riðils með 7 stig, tveimur stigum frá Englendingum sem eru á toppnum með fullt hús stiga.
Athugasemdir