Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Frábærar fréttir fyrir Bournemouth
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Marcus Tavernier hefur framlengt samning sinn við Bournemouth til 2029.

Tavernier er 26 ára gamall og er á sínu fjórða tímabili með Bournemouth en hann kom til félagsins frá Middlesbrough árið 2022.

Hlutverk hans innan liðsins er gríðarlega mikilvægt og var hann meðal annars hetja liðsins í 1-0 sigrinum á Wolves í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í síðasta mánuði.

Englendingurinn hefur nú sýnt félaginu hollustu sína með því að skrifa undir nýjan samning sem gildir til 2029.

„Marcus er leikmaður sem gefur alltaf allt sitt þegar hann klæðist treyjunni og er einhver sem við elskum að vinna með. Hann er vinsæll karakter í klefanum og hlakka ég til að sjá leiðtogahæfni hans skína í deildinni næstu árin, þar sem kröfur okkar og áskoranir eru áfram miklar,“ sagði Tiago Pinto, yfirmaður fótboltamála hjá Bournemouth um Tavernier.


Athugasemdir
banner
banner