
Albert Guðmundsson meiddist þegar hann skoraði gegn Aserbaídsjan í gær og verður ekki með gegn Frakklandi á Prinsavöllum á þriðjudaginn.
Albert sneri á ökkla og yfirgaf Laugardalsvöll á hækjum. Hann ferðast ekki með íslenska liðinu til Frakklands en ekki hafa borist fréttir af því hversu lengi hann verður frá.
Hann snýr nú aftur til félagsliðs síns, Fiorentina á Ítalíu.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort annar leikmaður verði kallaður upp í íslenska hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum.
Albert sneri á ökkla og yfirgaf Laugardalsvöll á hækjum. Hann ferðast ekki með íslenska liðinu til Frakklands en ekki hafa borist fréttir af því hversu lengi hann verður frá.
Hann snýr nú aftur til félagsliðs síns, Fiorentina á Ítalíu.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort annar leikmaður verði kallaður upp í íslenska hópinn fyrir leikinn gegn Frökkum.
Lestu um leikinn: Ísland 5 - 0 Aserbaídsjan
Albert Guðmundsson átti frábæran leik í gær en hann lagði upp fyrsta markið, átti stóran þátt í báðum mörkum Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og skoraði sjálfur fjórða markið.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Haukur Gunnarsson ljósmyndari tók.
Athugasemdir