
Leiknir sigruðu Selfoss 2-0 í dag. Næst síðasta umferð Lengjudeildarinnar kláraðist og með sigrinum komust Leiknismenn upp úr fallsæti fyrir lokaumferðina.
„Við komum með miklum krafti til að byrja með og stjórnuðum leiknum alveg í 80 mínútur. Síðustu tíu mínúturnar þá missum við aðeins völdin á vellinum og Selfyssingar ganga á lagið " sagði Ágúst Gylfason þjálfari Leiknis eftir leik.
Maður Leiksins Ólafur Íshólm Ólafsson fékk hrós eftir frammistöðu sína í dag. „Óli átti svona stjörnumóment hérna síðustu tíu og stóð sig frábærlega í markinu."
„Það sem situr eftir var góð frammistaða í 80mín, þrú stig og að halda hreinu, það gefur okkur kraft fyrir síðasta leikinn."
Síðasti leikur Leiknis er á móti Fjölni sem féllu eftir úrslit dagsins. „Við þurfum að eiga toppleik til að vinna þá, góða við þetta er að þetta er en í okkar höndum og góð frammistaða í dag sem við tökum með okkur í næsta leik."