Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Besti leikmaður skosku deildarinnar fékk ekki að fara
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Japanski sóknarleikmaðurinn Daizen Maeda var valinn besti fótboltamaður síðustu leiktíðar í Skotlandi, þar sem hann kom að 45 mörkum í 51 leik í öllum keppnum með Celtic.

   05.05.2025 09:09
Maeda bestur í Skotlandi


Maeda vildi skipta um félag í sumar en Skotlandsmeistarar Celtic neituðu að selja hann. Hann fékk gott tilboð frá félagsliði erlendis en verður áfram hjá Celtic næstu mánuðina hið minnsta, en hann á tvö ár eftir af samningi.

„Ég var búinn að segja við stjórnendur félagsins að ég vildi taka næsta skref á ferlinum en Celtic tókst ekki að finna réttan mann til að fylla í skarðið. Þess vegna gat félagið ekki selt mig," sagði Maeda.

Talið er að enska úrvalsdeildarfélagið Brentford hafi lagt fram tilboð í Maeda sem var hafnað, en leikmaðurinn neitaði að tjá sig um hvaða félag það var sem reyndi að kaupa hann.

„Ég var búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir félagaskiptunum en félögin náðu ekki að semja um kaupverð sín á milli. Ég mun halda áfram að gera mitt besta fyrir Celtic meðan ég er samningsbundinn félaginu."

Celtic hefur misst Kyogo Furuhashi, Adam Idah og Nicolas Kühn úr sínum röðum á síðasta ári. Það hefði verið of mikil blóðtaka að missa líka Maeda.
Athugasemdir