Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Segist hafa verið betri en Rooney á táningsaldri
Michael Owen
Michael Owen
Mynd: EPA
Fyrrum fótboltamaðurinn Michael Owen segist hafa verið en Wayne Rooney þegar þeir voru báðir á táningsaldri, en þetta segir hann í svari við spurningu BBC á X.

BBC spurði fylgjendur sína hvor hafi verið betri þegar þeir voru 17 ára, Rooney eða Owen.

Báðir voru efnilegustu leikmenn Englands á ólíkum tímabilum. Owen var algert undrabarn.

Hann varð markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tvö tímabil í röð, þegar hann var 17 og 18 ára gamall, og vann síðan Ballon d'Or-boltann fræga árið 2001.

Owen neitar því ekki að Rooney hafi átt betri feril, en að það sé ekki hægt að bera þá saman þegar þeir voru á táningsaldri.

Rooney var 16 ára gamall þegar hann þreytti frumraun sína með Everton og skoraði alls átta mörk á fyrsta tímabili sínu. Hann er talinn einn og ef ekki besti leikmaður í sögu Englands.

„Ég skoraði 18 deildarmörk þegar ég var 17 ára og vann gullskóinn á meðan Wazza skoraði 6 mörk. Ég skoraði aftur 18 mörk þegar ég var 18 ára og vann þá gullskóinn í annað sinn og hafnaði í 4. sæti í Ballon d'Or. Á fyrstu sjö tímabilum okkar tókst Wazza ekki að skora fleiri mörk en ég (117 mörk gegn 80 mörkum). Á þessu tíma varð ég annar yngsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna Ballon d'Or. Eftir það hófust meiðslavandræðin á meðan hann náði að viðhalda sér. Þannig hann verður titlaður sem betri leikmaður en ég. En þegar við vorum 17 ára? Í guðanna bænum...,“ sagði Owen á X.
Athugasemdir