Heimild: Vi.nl
Joseph Oosting hefur verið rekinn sem stjóri Twente eftir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Liðið er aðeins með þrjú stig eftir fjórar umferðir.
Twente var í viðræðum við hollensku goðsögnina Mark van Bommel um stjórastöðuna en hollenski miðillinn VI greinir frá því að hann hafnaði tilboði frá félaginu.
Twente var í viðræðum við hollensku goðsögnina Mark van Bommel um stjórastöðuna en hollenski miðillinn VI greinir frá því að hann hafnaði tilboði frá félaginu.
Van Bommel hefur stýrt PSV, Wolfsburg og Antwerp á þjálfaraferlinum en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Antwerp fyrir rúmu ári síðan.
Hann er 48 ára gamall en hann lék með Fortuna Sittard, PSV, Barcelona, Bayern og Milan á leikmannaferlinum. Þá spilaði hann 79 landsleiki fyrir hönd Hollands og skoraði 10 mörk.
Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður Twente en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær þegar Ísland vann Aserbaísjan 5-0 í undankeppni HM 2026. Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum hjá Twente á tímabilinu.
Athugasemdir