Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 16:36
Brynjar Ingi Erluson
Diljá kom inn af bekknum í sigri - Jafntefli í fyrsta leik Elísu Lönu
Kvenaboltinn
Elísa Lana þreytti frumraun sína með Kristianstad
Elísa Lana þreytti frumraun sína með Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Brann unnu öruggan 3-0 sigur á fallbaráttuliði Roa í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðskonan byrjaði á bekknum í dag en kom inn á þegar hálftími var eftir.

Brann mætir næst Manchester United í mikilvægu einvígi um laust sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

María Catharina Ólafsdóttir Gros byrjaði hjá Linköping sem tapaði fyrir Växjö, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Linköping er í 13. sæti með 11 stig.

Alexandra Jóhannsdóttir, Guðný Árnadóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir komu allar við sögu er Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Häcken.

Alexandra og Guðný byrjuðu leikinn hjá Kristianstad en Elísa Lana, sem kom frá FH á dögunum, kom inn af bekknum í fyrsta leik sínum.

Fanney Inga Birkisdóttir sat allan tímann á varamannabekk Häcken. Staðan í deildinni er þannig að Häcken er í 3. sæti með 37 stig en Kristianstad í 5. sæti með 27 stig.

Bergrós Ásgeirsdóttir byrjaði hjá Aarau sem gerði 1-1 jafntefli við Luzern í svissnesku deildinni. Aarau er með eitt stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir