Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Íhuga að senda Rashford aftur til Man Utd
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona er að íhuga að rifta lánssamningi enska sóknarmannsins Marcus Rashford aðeins tveimur mánuðum eftir að hafa fengið hann frá Manchester United.

Rashford var ekki í myndinni hjá Man Utd og heimilaði því félagið lán til Barcelona.

Hann hefur ekki riðið feitum hesti hjá Barcelona. Hann var tekinn af velli í hálfleik er Barcelona var tveimur mörkum undir gegn Levante, leik sem Barcelona endaði á að vinna eftir mikla dramatík.

Framherjinn hefur komið við sögu í öllum deildarleikjum Börsunga, en ekki enn tekist að skora né leggja upp fyrir liðsfélaga sína.

El Nacional segir Barcelona vonsvikið með frammistöðu hans og sé nú að skoða þann möguleika að rifta lánssamningnum.

Rashford er þessa stundina með enska landsliðshópnum. Liðið mætir Andorra í undankeppni HM í kvöld og spilar síðan gegn Serbíu í næstu viku.
Athugasemdir
banner