
Það vakti athygli að Kristall Máni Ingason, leikmaður Sønderjyske, sem var valinn í leikmannahóp danska liðsins Sønderjyske gegn FC Nordsjælland er hvorki sjáanlegur núna í byrjunarliðinu eða á bekknum.
Leikurinn er að byrja núna klukkan 12:00 en greint hefur verið á samfélagsmiðlum Sønderjyske að Kristall sé að glíma við meiðsli og er þar að leiðandi ekki í hópnum sem hann var upprunalega valinn í.
Það er eina útskýringin sem er gefin á þessum breytingum. Kristall hefur verið fastamaður í byrjunarliði Sønderjyske á þessu tímabili en hann hefur byrjað níu af tíu leikjum Sønderjyske og skorað eitt og lagt upp eitt.
Framundan eru tveir mjög mikilvægir leikir í U21 landsliði Íslands. Þetta eru leikir gegn Litháen og Danmörku en fyrri leikurinn er heimaleikur gegn Litháen á fimmtudaginn áður en við mætum Danmörku úti á þriðjudaginn.
Kristall er í banni í fyrri leiknum gegn Litháen en vonandi fyrir U21 landsliðið verður hann tilbúinn fyrir seinni leikinn gegn Danmörku.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|