Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool teiknar upp lista af mögulegum arftökum Robertson
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: EPA
Liverpool er að skoða mögulega arftaka fyrir vinstri bakvörðinn Andy Robertson.

Robertson er orðinn þrítugur en hann hefur byrjað hægt í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili.

Samkvæmt enska götublaðinu The Sun eru nokkur nöfn á lista hjá Liverpool. Þar á meðal eru Antonee Robinson hjá Fulham og Leif Davis hjá Ipswich.

David Raum, bakvörður Leipzig og þýska landsliðsins, kemst einnig á listann.

Robertson hefur spilað með Liverpool síðustu sjö árin og verið frábær þjónn fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner