fös 06. desember 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bild: Pochettino tekur ekki við Bayern - Góðar fréttir fyrir Arsenal?
Tveir án starfs: Pochettino ásamt Marco Silva, sem rekinn var úr starfi hjá Everton í gær.
Tveir án starfs: Pochettino ásamt Marco Silva, sem rekinn var úr starfi hjá Everton í gær.
Mynd: Getty Images
Christian Falk, fréttaritari hjá SportBild, segir að Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Spurs, sé ekki einn af þeim stjórum sem Bayern hefur augastað á.

Bayern leitar að nýjum stjóra eftir að félagið lét Niko Kovac taka poka sinn í nóvember.

Pochettino var rekinn frá Tottenham 19. nóvember og hefur verið orðaður við stjórastöður hjá Bayern Munchen, Everton, Manchester United og Arsenal síðan, svo einhver félög séu nefnd.

Falk segir að Pochettino muni ekki taka við stjórastöðunni hjá Bayern en Hans-Dieter Flick stýrir liðinu um þessar mundir, til bráðabirgða.

Arsenal leitar að arftaka Unai Emery sem látinn var fara fyrir viku síðan. Freddie Ljunberg stýrir liði Arsenal þar til nýr stjóri finnst. Gæti Pochettino verið maðurinn sem Arsenal leitar að?
Athugasemdir
banner
banner
banner