Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 06. desember 2021 10:15
Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór í Stjörnuna (Staðfest)
Sindri lék um helgina fyrir Stjörnuna gegn Breiðabliki í Bose bikarnum.
Sindri lék um helgina fyrir Stjörnuna gegn Breiðabliki í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur samið við Sindra Þór Ingimarsson til næstu þriggja ára. Sindri er fæddur 1998 og hefur undanfarin ár leikið með Augnabliki í 3. deildinni á láni frá Breiðablik.

„Sindri er frábær karakter og býr yfir miklum gæðum. Síðustu ár hefur hann bætt sig mikið og þróað sig sem leikmaður og hefur allt sem þarf til þess að verða topp leikmaður í deildinni," segir Jökull Elísabetarson, nýr aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í tilkynningu Stjörnunnar.

Jökull þekkir Sindra vel en hann var þjálfari Augnabliks.

„Hann fellur vel í hópinn sem fyrir er og passar fullkomlega inn í þann fótbolta sem við viljum spila þannig að það er mjög spennandi að fá hann til okkar."

Sindri, sem er varnartengiliður sem getur einnig leikið sem miðvörður, lék um helgina fyrir Stjörnuna gegn Breiðabliki í Bose bikarnum og átti mjög góðan leik.

Stjarnan hafnaði í sjöunda sæti síðasta sumar en Ágúst Gylfason tók við liðinu eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner