Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rifu sig í gang í mest sótta leik tímabilsins - „Stemningin var þung"
Fagnað í sumar.
Fagnað í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fór á liðnu tímabili í gegnum erfiðan kafla þar sem liðið tapaði fimm leikjum í röð. Taphrinan byrjaði gegn Val þann 14. ágúst, þá tapaði liðið 6-1 eftir að hafa unnið verðandi Íslandsmeistara Breiðabliks 5-2 vikunni á undan.

Í kjölfarið fylgdu tapleikir gegn KA, ÍBV, Keflavík og KR. Þann 17. september vann svo liðið 2-1 sigur gegn FH. Ísak Andri Sigurgeirsson ræddi við Fótbolta.net á dögunum og var hann spurður út í þennan kafla tímabilsins.

„Auðvitað var þetta erfitt, það var ekki góð umfjöllun um Stjörnuna á tímabili, stemningin var þung. Sem betur fer er þetta mjög sterkur hópur andlega og við ákváðum að rífa okkur upp úr þessu. Það þýddi ekkert að dvelja lengi við þetta og vera eitthvað niðri. Það þurfti að rífa sig í gang og við gerðum það. Við unnum í lokaumferðinni (22. umferð) gegn FH og það kom okkur upp í topp sex sem var markmiðið okkar."

„Léttirinn var mikill. Þetta var mest sótti leikurinn okkar í sumar, það var mjög gaman að geta áhorfendum loksins sigur. Að vinna var mjög mikilvægt fyrir liðsandann,"
sagði Ísak. Alls voru 1167 manns á leiknum gegn FH.

Viðtalið við Ísak má sjá hér að neðan.
Ísak segir frá markmiðum sínum - „Það er stærsta viðurkenningin"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner