Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   þri 06. desember 2022 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vinicius fannst auðvelt að velja Real fram yfir stórlið í úrvalsdeildinni
Vinicius er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu á HM.
Vinicius er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu á HM.
Mynd: Getty Images
Frá því að Neymar samdi við Barcelona hefur Florentino Perez, forseti Real Madrid, sett mikla áherslu á að ungir Brasilíumenn fari frekar til Real Madrid. Það hefur gengið ágætlega því á síðustu árum hafa þeir Rodrygo Goes, Reinier Jesus og Vinicius Junior allir komið á Real Madrid fyrir háar upphæðir.

Nú er í gangi annar bardagi, slegist erum krafta hins sextán ára gamla Endrick Felipe sem er hjá Palmeiras í heimalandinu. Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano leiðir Real baráttuna um kappann.

PSG og Chelsea eru einnig að berjast um krafta kappans. Romano rifjar upp að Real hafi stýrt kapphlaupinu um Vinicius og endað á að fá hann í sínar raðir. Hann segir að Vinicius hafi aldrei íhugað að fara frekar í ensku úrvalsdeildina.

„Sögusagnirnar voru eðlilegar því að á þeim tíma var Vinicius besti leikmaðurinn í Suður-Ameríku, langbestur, svo öll félögin frá Englandi, Spáni og Ítalíu sendu njósnara að fylgjast með honum. Þrátt fyrir það, þá vildi hann alltaf fara til Real Madrid, hann vildi bara fara til Real Madrid. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina.
Athugasemdir
banner
banner
banner