Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   mið 06. desember 2023 23:58
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Man Utd fékk aukadag til að ná endurheimt
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, segir það hafa skipt sköpum að fá ekki sömu endurheimt og Manchester United fékk fyrir leik liðanna í kvöld.

Manchester United vann verðskuldaðan 2-1 sigur á Chelsea á Old Trafford.

Frammistaða United var gríðarlega sterk en Pochettino segir lið sitt hafa vantað orku.

United spilaði gegn Newcastle á laugardag á meðan Chelsea mætti Brighton á sunnudag. United fékk því einn aukadag í hvíld og að mati Pochettino var það sem skildi liðin að.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel og það var kannski við því að búast vegna síðustu daga. Við náðum ekki að samsvara orku Manchester United, en þeir fengu einn aukadag til að ná endurheimt. Okkur vantaði orku og möguleikanum á að geta breytt leiknum. Það var vandamál og gerist stundum, en svona er fótboltinn. Ég verð að hrósa Manchester United því liðið verðskuldaði sigurinn og var betra í dag, en við vorum nálægt þessu. Við þurfum að setja alla einbeitingu á næsta leik.“

„Við þurfum að vera skilvirkari á leikvöngum eins og Old Trafford. Eftir annað markið varð þetta erfiðara og við þurfum að taka betri ákvarðanir. Mér fannst þeir þvinga okkur til að spila á eigin vallarhelmingi í fyrri hálfleik, en þá fannst mér við betri og spiluðum líka betur. Þetta er bara rosalega erfitt með allar þessar tilfinningar úti á velli,“
sagði Pochettino ennfremur.

Chelsea er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig og er með fleiri töp en sigra. Ellefu stig eru í Meistaradeildarsæti, sem er alls ekki byrjunin sem Pochettino var að vonast eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner