Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 10:19
Elvar Geir Magnússon
Pope fer í aðgerð og verður frá í fjóra mánuði
Mynd: EPA
Eddie Howe stjóri Newcastle hefur staðfest að markvörðurinn Nick Pope þurfi að fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla sem hann hlaut í 1-0 sigrinum gegn Manchester United síðasta laugardag.

Þetta er mikið áfall fyrir félagið og leikmanninn en Pope hefur verið gjörsamlega frábær á tímabilinu.

Howe segir enn mögulegt að Pope verði kominn aftur fyrir Evrópumót landsliða næsta sumar en hann hefur verið varamarkvörður enska landsliðsins.

„Hann er langt niðri, við eigum risaleiki framundan og það styttist í EM. Hann þarf að fara í aðgerð og búist við því að hann verði frá í um fjóra mánuði,“ segir Howe.

Newcastle er að leita að markverði til að fá inn í stað Pope en Martin Dubravka kom inn af bekknum þegar Pope meiddist gegn Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner