Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. janúar 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed í hópnum sem mætir Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mætir Kanada og El Salvador í vináttulandsleikjum þann 15. og 19. janúar.

Pabo Punyed, leikmaður KR, er landsliðsmaður El Salvador. Miðjumaðurinn lék sinn fyrsta landsleik árið 2014 og var reglulega valinn næstu ár í kjölfarið.

Eftir mitt ár 2017 og fram að nóvember í fyrra var hann ekki í landsliðshópnum en var valinn í Þjóðadeilda verkefni landsliðsins í nóvember og skoraði hann sitt annað landsliðsmark þegar hann kom inn á gegn landsliði dómíníska lýðveldisins.

Pablo meiddist í úrslitaleik Bose-mótsins þegar KR tapaði gegn Val. Pablo er þó klár í komandi landsliðsverkefni því hann staðfesti við Fótbolta.net að hann hafi verið valinn í landsliðshópinn hjá El Salvador.

Fótbolti.net heyrði einnig í Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, í gærkvöldi og spurði hann út Pablo. Rúnar tók það skýrt fram að hann hafi ekki hitt hópinn eftir áramót og fyrsta æfing yrði í dag (þriðjudag).

„Pablo á að vera í fínu standi og búið er að velja hann í landsliðshópinn hjá El Salvador," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Pablo er 29 ára og hefur alls leikið 29 landsleiki fyrir El Salvador. Hann hefur leikið á Íslandi frá því tímabilið 2012 og hefur hann spilað fyrir Fjölni, Fylki, Stjörnuna, ÍBV og KR hér á landi. Hjá KR hefur hann spilað frá og með sumrinu 2018 og var hluti af liðinu sem varð Íslandsmeistari í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner