Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. febrúar 2023 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti segir að það verði að stöðva rasisma - „Er Vinicius vandamálið?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vinicius Junior leikmaður Real Madrid hefur orðið fyrir miklum rasisma úr öllum áttum og Carlo Ancelotti stjóri liðsins segir að það verði að stöðva þetta.


Real Madrid hefur leik á HM félagsliða á morgun þegar liðið mætir Al Ahly frá Egyptalandi í undanúrslitum. Ancelotti ræddi um Vinicius á fréttamannafundi fyrir leikinn.

„Er Vinicius vandamálið? Það lítur þannig út en vandamálið er það sem gerist í kringum hann, punktur. Spænski fótboltinn er vandamálið, ég er hluti af spænska fótboltanum og mér finnst þetta vera vandamál sem við verðum að leysa," sagði Ancelotti.

„Vinicius virðist vera sökudólgurinn en hann er fórnarlambið gegn einhverju sem ég skil ekki."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner