Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. mars 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árangur Solskjær gegn Guardiola einsdæmi
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær virðist hafa gott tak á kollega sínum Pep Guardiola.

Lærisveinar Solskjær í Manchester United höfðu betur gegn lærisveinum Guardiola í Man City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta fyrsta tap Man City síðan seint í nóvember á síðasta ári.

Solskjær tók við Man Utd í desember 2018 eftir að hafa stýrt Molde í Noregi. Hann er fyrsti stjórinn í sögu Man Utd sem tekst að vinna í fyrstu þremur útileikjum sínum gegn Man City í öllum keppnum.

Þá er það þannig að Guardiola, stjóri Man City, hefur mætt 67 stjórum oftar en þrisvar í öllum keppnum á ferli sínum með Barcelona, Bayern München og Man City. Af þessum 67 stjórum er Solskjær sá eini sem hefur oftar haft betur gegn Guardiola en hann hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir honum.

Solskjær hefur stýrt liði sínu fjórum sinnum til sigurs gegn liði Guardiola, en aðeins tapað þrisvar.

Man City og Man Utd eru tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. City er með 11 stiga forystu á toppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner