Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. mars 2021 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Sverrir skoraði fyrra markið í endurkomu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrir PAOK er liðið gerði jafntefli við Aris í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir PAOK því þeir lentu undir á 26. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks komst Aris í 0-2 og útlitið ekki gott fyrir PAOK.

Íslendingaliðið gafst hins vegar ekki upp og minnkaði Sverrir Ingi muninn á 87. mínútu. Í uppbótartíma kom síðan jöfnunarmarkið og þar við sat.

Lokatölur 2-2 og er PAOK í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Aris sem er í þriðja sæti.

Það var Íslendingaslagur í grísku úrvalsdeildinni fyrr í dag þegar Olympiakos og Lamia áttust við. Ögmundur var varamarkvörður Olympiakos í þessum leik en Theódór Elmar Bjarnason byrjaði fyrir Lamia og spilaði 75 mínútur.

Olympiakos vann leikinn 3-0 og er á toppnum með 17 stiga forskot, hvorki meira né minna. Lamia er í næst neðsta sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner