Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 07. apríl 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Aberdeen æfði í almenningsgarði - Lögreglan mætti
Mynd: Raggi Óla
Hópur leikmannna Aberdeen í Skotlandi æfði í gær saman í almenningsgarði þar i landi.

Æfingasvæði félgasins er lokað vegna kórónaveirunnar og leikmenn eiga að æfa sjálfir heima.

Funso Ojo, miðjumaður Aberdeen, birti mynd á Instagram í gær þar sem hann sýndi hóp leikmanna liðsins æfa saman.

Lögreglan mætti á svæðið til að ræða við leikmenn og bað þá um að passa betur upp á tveggja metra regluna og dreifa betur úr sér.

Í yfirlýsingu frá Aberdeen segir félagið að ekki hafi verið um skipulagða æfingu að ræða.
Athugasemdir
banner