Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 07. apríl 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Jónatan Ingi framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson hefur framlengt samningi sínum við FH til loka 2022.

Fyrri samningur Jónatans átti að renna út næsta haust.

Jónatan Ingi er uppalinn FH-ingur, lék með AZ Alkmaar - Hollandi í 3 ár og sneri aftur til Fimleikafélagsins 2018.

Jónatan Ingi er 22 ára kantmaður og hefur spilað 61 leik fyrir FH og skorað í þeim 7 mörk.

„Fyrir mér er þetta eina rökrétta skrefið, byggja ofan á það sem ég hef verið að gera undanfarna mánuði með FH. Það er mikil tilhlökkun í mér, hópnum öllum og þjálfarateyminu að takast á við það verkefni að halda FH í fremstu röð," sagði Jónatan Ingi Jónsson.
Athugasemdir
banner