Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. maí 2022 15:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið KR og KA: Brebels byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og KA mætast kl 16:15 í Bestu deildinni á Meistaravöllum í dag. Byrjunarliðin eru klár.


Lestu um leikinn: KR 0 -  0 KA

Heimamenn í KR eru aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en liðið vann nýliðana í Fram í fyrstu umferð en töpuðu svo gegn Breiðablik og Val.

Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Val um síðustu helgi. Grétar Snær Gunnarsson tekur út leikbann og Aron Kristófer Lárusson kemur inn í hans stað. Kennie Chopart og Atli Sigurjónsson voru báðir eitthvað meiddir og Pálmi eitthvað lasinn en þeir byrja allir í dag.

KA hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en liðið vann ótrúlegan sigur á Keflavík í síðustu umferð á Dalvík. Arnar Grétarsson þjálfari liðsins gerir einnig eina breytingu á sínu liði, Ásgeir Sigurgeirsson er ekki með, væntanlega vegna meiðsla en Sebaastian Brebels kemur inn í hans stað.

Beinar textalýsingar:

14:00 ÍA - Breiðablik
16:00 Keflavík - ÍBV
16:15 KR - KA
16:15 Stjarnan - Fram

KR:

1. Beitir Ólafsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson
4. Hallur Hansson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
16. Theodór Elmar Bjarnason
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Oleksii Bykov
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
8. Sebastiaan Brebels
9. Elfar Árni Aðalsteinsson (f)
16. Bryan Van Den Bogaert
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner