Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 07. ágúst 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Verður Víkingur fyrsta liðið til að vinna Fram í Úlfarsárdal?
Víkingur spilar við Fram í Úlfarsárdal
Víkingur spilar við Fram í Úlfarsárdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fara fram í Bestu deild karla í dag. Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. mæta Fram í Úlfarsárdal en Framarar eru taplausir á nýja heimavellinum.

Framarar spiluðu fyrsta leik sinn á vellinum í Úlfarsárdal gegn ÍBV þar sem liðið gerði 3-3 jafntefli áður en það vann síðan FH, 1-0. Þá gerði liðið 2-2 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik.

Liðið er því taplaust á nýja heimavellinum en það gæti breyst í kvöld er Víkingur kemur í heimsókn. KR spilar þá við ÍBV á Meistaravöllum á meðan Stjarnan og Breiðablik eigast við á Samsung-vellinum. FH mætir KA á Kaplakrikavelli.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
17:00 FH-KA (Kaplakrikavöllur)
17:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)
19:15 Fram-Víkingur R. (Framvöllur - Úlfarsárdal)

2. deild karla
14:00 KFA-Ægir (Fjarðabyggðarhöllin)

4. deild karla - A-riðill
15:00 Hörður Í.-Ísbjörninn (Olísvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner