Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 07. september 2019 19:32
Kristófer Jónsson
Ari Freyr: Skil ekki afhverju það var ekki uppselt
Icelandair
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason var frábær í liði Íslands þegar að Moldóva hemsótti Laugardalsvöll. Leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands og var Ari Freyr valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Þetta var solid. Þrjú stig og clean sheet og nú er það bara fullur fókus á Albaníu núna." sagði Ari Freyr eftir leikinn en Ísland heimsækir Albaníu á þriðjudaginn næstkomandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Ísland hefur farið mjög vel af stað í undankeppni Evrópumótsins 2020 og eru með fjóra sigra í fimm fyrstu leikjunum. Ari furðar sig á því að ekki hafi verið fleiri á leiknum í dag.

„Ég skil ekki alveg það var ekki uppselt í dag. Ég veit ekki hvað fólk vill meira þar sem að við erum með 12 stig af 15 mögulegum. En annars var frábær stemmnig hér á Laugardalsvellinum eins og alltaf og við höldum áfram."

Eins og áður segir heimsækir íslenska liðið Albaníu næstkomandi þriðjudag og býst Ari Freyr við hörkuleik þar.

„Þetta er flott fótboltalið og harðir einstaklingar þannig að ég býst við hörkuleik. En ef við komum vel gíraðir í þann leik og gerum það sem við erum vanir að gera þá sé ég góða möguleika að taka þrjú stig heim." sagði Ari Freyr að lokum.

Nánar er rætt við Ara Frey í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner