Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   lau 07. september 2019 19:32
Kristófer Jónsson
Ari Freyr: Skil ekki afhverju það var ekki uppselt
Icelandair
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason var frábær í liði Íslands þegar að Moldóva hemsótti Laugardalsvöll. Leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands og var Ari Freyr valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Þetta var solid. Þrjú stig og clean sheet og nú er það bara fullur fókus á Albaníu núna." sagði Ari Freyr eftir leikinn en Ísland heimsækir Albaníu á þriðjudaginn næstkomandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Ísland hefur farið mjög vel af stað í undankeppni Evrópumótsins 2020 og eru með fjóra sigra í fimm fyrstu leikjunum. Ari furðar sig á því að ekki hafi verið fleiri á leiknum í dag.

„Ég skil ekki alveg það var ekki uppselt í dag. Ég veit ekki hvað fólk vill meira þar sem að við erum með 12 stig af 15 mögulegum. En annars var frábær stemmnig hér á Laugardalsvellinum eins og alltaf og við höldum áfram."

Eins og áður segir heimsækir íslenska liðið Albaníu næstkomandi þriðjudag og býst Ari Freyr við hörkuleik þar.

„Þetta er flott fótboltalið og harðir einstaklingar þannig að ég býst við hörkuleik. En ef við komum vel gíraðir í þann leik og gerum það sem við erum vanir að gera þá sé ég góða möguleika að taka þrjú stig heim." sagði Ari Freyr að lokum.

Nánar er rætt við Ara Frey í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner