Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 07. september 2019 19:32
Kristófer Jónsson
Ari Freyr: Skil ekki afhverju það var ekki uppselt
Icelandair
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Ari Freyr átti frábæran leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason var frábær í liði Íslands þegar að Moldóva hemsótti Laugardalsvöll. Leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands og var Ari Freyr valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Þetta var solid. Þrjú stig og clean sheet og nú er það bara fullur fókus á Albaníu núna." sagði Ari Freyr eftir leikinn en Ísland heimsækir Albaníu á þriðjudaginn næstkomandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Ísland hefur farið mjög vel af stað í undankeppni Evrópumótsins 2020 og eru með fjóra sigra í fimm fyrstu leikjunum. Ari furðar sig á því að ekki hafi verið fleiri á leiknum í dag.

„Ég skil ekki alveg það var ekki uppselt í dag. Ég veit ekki hvað fólk vill meira þar sem að við erum með 12 stig af 15 mögulegum. En annars var frábær stemmnig hér á Laugardalsvellinum eins og alltaf og við höldum áfram."

Eins og áður segir heimsækir íslenska liðið Albaníu næstkomandi þriðjudag og býst Ari Freyr við hörkuleik þar.

„Þetta er flott fótboltalið og harðir einstaklingar þannig að ég býst við hörkuleik. En ef við komum vel gíraðir í þann leik og gerum það sem við erum vanir að gera þá sé ég góða möguleika að taka þrjú stig heim." sagði Ari Freyr að lokum.

Nánar er rætt við Ara Frey í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner